Um okkur
Hjá Tannréttingum Þóris ehf. starfar Þórir Schiöth tannlæknir og sérfræðingur í tannréttingum. Tannsmiðja Bros gerir þrívíddarprentuð model af tönnum fyrir og eftir tannréttingu og eru þau geymd í meira en 10 ár.
Þórir notar eingöngu DAMON tannréttingakerfi og notar ekki Invisalign skinnur. Invisalign fyrirtækið hefur um árabil gengið fram hjá sérfræðingum í tannréttingum og auglýsir að allir tannlæknar geti unnið með það kerfi. En það er af og frá því sérmenntun þarf til að velja sjúklinga í mismunandi tannréttinga úrræði. Erlent tölvuforrit kemur ekki í stað sérmenntaðs tannlæknis. Tannlæknastofan er opin alla virka daga frá kl. 8.30-17. Bóka má tíma í s: 565-9020, eða 537 4100.
Um Þóri Schiöth tannlækni og sérfræðing í tannréttingum
Menntun:
Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1983.
Háskóli Íslands: Útskrifaðist úr tannlæknanámi (Cand. odont.) 1990.
Sérnám í tannréttingum við Universität Bern í Sviss 2002-2005.
Þórir hefur unnið við allar tannlækningar og hefur mikla reynslu. Hann er með sérfræðingstitill í tannréttingum frá Landlæknisembættinu og hefur fengið verðlaun á erlendum ráðstefnum.
Fyrri störf: Margvísleg störf á námsárunum til lands og sjávar. Starfaði sem tannsmiður námsárið 1988 og aðstoðartannlæknir sumarið 1989. Hóf árið 1990 störf sem tannlæknir og hefur rekið eigin tannlækningastofur síðan.
Félags- og trúnaðarstörf: Var formaður Tannlæknafélags Íslands og starfaði í ýmsum nefndum félagsins. Er leiðsögumaður með hreindýraveiðum og var í nefnd sem sinnti endurmenntun hreindýraleiðsögumanna. Stofnaði blakdeild Hattar og var formaður blakdeildarinnar. Var í stjórn Landssambands íslenskra Akstursíþróttafélaga (L.Í.A.). Formaður Akstursíþróttafélagsins Starts. Í framkvæmdastjórn Fjölmiðlafélags L.Í.A. og í ritstjórn sjónvarpsþáttarins Mótorsports 1993-94.
Íþróttir: Keppti á Íslandsmóti í fyrstu deild í blaki á námsárunum og spilaði úrslitaleiki til Íslandsmeistaratitils ásamt því að spila með unglingalandsliðinu. Keppti í torfæruakstri á eigin sérsmíðuðum bíl 1992-96 og varð bikarmeistari Landsambands Íslenskra Akstursíþróttafélaga í torfæruakstri.
Áhugamál: Þjálfaði í blakdeild Hattar á Egilsstöðum. Er með bíladellu varðandi gamla jeppa. Keppandi og starfsmaður torfærukeppna. Stundar nú útivist og hreindýraleiðsögn.