DAMON System

Damon kerfið er sérstakt kubbakerfi (brackets) og eðalbogar. Lokur (smellur) eru í hverjum kubb (Self Ligation). Ekki þarf lengur að binda inn bogann (vírinn) í kubbanna, heldur er lítilli loku ýtt yfir bogann. Þetta flýtir fyrir. Sérstakir fjaðrandi bogar (eðalbogar) eru notaðir í upphafi tannréttinganna. Mun fljótlegra er að skipta um bogana og vægari kröftum er beitt á tennurnar sem leiðir til minni óþæginda og helmingi færri strekkinga, en samt er meðferðartíminn mun skemmri. Ástæða þess að tannréttingin gengur hraðar fyrsta árið í tannréttingunni er að meira fríspil er innbyggt í hvern kubb. Boganum er ekki þrýst inn í kubbinn heldur leikur laus í kubbunum. Við þetta færast tennurnar mjög fljótt af stað og snúast og réttast hraðar en í eldri kerfum. Sami hraði er í Damon System og eldri kerfum á síðustu stigum tannréttingarinnar, því þá er stærsti boginn kominn í og fyllir upp í raufina í kubbnum. Þá er sama viðnám. Vegna fyrrgreinds fríspils í kubbunum er meira náttúrulegt frelsi fyrir tennurnar til að hreyfast og minni hætta á rótareyðingu. Þórir nota eingöngu Damon tannréttingakubba.

Hægt er að fá hvíta kubba á framtennurnar án aukakostnaðar og málmkubbarnir eru minni en áður. Málmkubbarnir eru sterkari og því hafðir á jöxlum til að minnka bilanatíðni. Engin vandkvæði fylgja þó því að hafa hvíta kubba á sex framtönnum í efri góm og mun skemmtilegra fyrir útlitið. Hægt er að setja hvíta kubba á framtennur í neðri góm og tvo forjaxla til viðbótar í efri góm. Þetta er gert í tannréttingu fullorðinna.