Greiðslufyrirkomulag
Fyrsta skoðun (20-30 mín) kostar kr. 9.867 og þá eru gefnar upplýsingar um tannréttinguna og áætlaður kostnaður, hversu langan tíma tannréttingin tekur og hvaða tækjabúnað þarf.
Ef ákveðið er að fara í tannréttingu er gerð skrifleg kostnaðaráætlun fyrir tannréttinguna eftir gagnatöku og hún afhent í viðtali. Allar áætlanir til þessa hafa staðist.
Hægt er að greiða fyrir tannréttinguna með 30 jöfnum greiðslum. Hægt er að fá 10% afslátt, reiknaður af fyrstu greiðslu, ef greidd er stór upphæð í upphafi tannréttinganna. Því meira sem greitt er því meiri er afslátturinn í krónum talinn. Útskýring hér að neðan:
Í upphafi er dregið frá heildarkostnaðinum kr. 460.000 sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða fyrir tannréttingu þeirra sem eru 20 ára eða yngri.
Lítill hópur einstaklinga sem þarf kjálkaaðgerð eða er með tannvöntun á fjórum eða fleiri fullorðinstönnum getur fengið 95% endurgreitt af tannréttingunni ef umsókn þar um er samþykkt af nefnd á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Lítill hópur með tannvöntun á framtannasvæði fær aukna endurgreiðslu.
Gefinn er 10% afsláttur, reiknaður af fyrstu greiðslu greiðslu ef hún fer yfir kr. 100.000 Gefinn er 12% afsláttur ef öll tannréttingin er greidd fyrirfram.
Tannrétting með góm vegna krossbits kostar oft 150-200 þúsund krónur. SÍ greiðir um 80.000 í upphafi, þegar gómur er afhentur.
Fyrir þá sem ekki geta greitt stórar upphæðir er önnur leið með greiðsludreifingu á 30 mánuðum.
Algeng tannrétting með spöngum í efri og neðri góm kostar 1.100.000 krónur. Dregið er frá kr. 460.000 ef endurgreiðsla fæst frá SÍ og þarf þá að greiða 640 000 á 30 mánuðum sem gera kr. 21.333 á mánuði. Upphæðin birtist í heimabanka viðkomandi án lántökukostnaðar, en bankinn tekur seðilgjöld fyrir hverja færslu. Þetta vaxtareiknast ekki nema farið er fram yfir eindaga mánaðargreiðslunnar.
Annað dæmi þar sem viðkomandi greiðir kr. 300.000 í upphafi tannréttinganna og fær þá kr. 30.000 í sérstakan afslátt sem reiknast af þeirri upphæð. Þá lítur dæmið svona út: 1.100.000 – 460.000 SÍ – 300.000 – 30.000 = 310.000 sem dreifist á 30 mánuði, eða kr. 10.333 á mánuði eftir fyrrgreinda 300 000 króna greiðslu.